top of page

Að læra að vera

Að læra að vera er flokkur þar sem lögð er áhersla á gildi og trú manna (e. learning to be): að einstaklingar öðlist félagsfærni og færni til sjálfsgreiningar sem geri þeim kleift að þróast eins mikið og mögulegt er félagslega sem og líkamlega, í átt að fullmótuðum og heilbrigðum manneskjum (UNESCO, 1996).

Markmið menntunar til sjálfbærni:

  • Að skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu sjálfbærni.
  • Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru, umhverfi og fólki.
  • Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúru og mannlífs.
  • Að temja sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði Jarðar, náttúru og fólks.
  • Að þjálfa hæfni til lýðræðis; samlíðan með fólki, gagnrýna hugsun og samskipti.
  • Að horfa til framtíðar, virða rétt komandi kynslóða til sæmandi lífs og heilbrigðis (Sigrún Helgadóttir, 201).
Finndu einhvern sem...
Snjóbolti
Hvað störfum við?
Að setja sig í spor annara 
Dagur og nótt
Nafnspjald
Snertu!
Að finna hvað við eigum sameiginlegt
bottom of page