top of page

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Að börnin læri samskipti við önnur börn/fólk.

  • Að börnin læri að þekkja einkenni fólks.

  • Að börnin efli sjálfstraust sitt.

 

Tenging við sjálfbærni:

  • Að efla þekkingu, skilning og væntumþykju á fólki.

  • Að auka virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

  • Að þjálfa hæfni til samkenndar með fólki, gagnrýna hugsun og samskipti.

 

Áhöld:
Ekki nauðsynleg.

Lýsing á leik:
Börnunum er skipt upp í pör. Hvert par hefur um fimm mínútur til að upplýsa félagann sinn um mikilvæg atriði um sjálf sig. Þegar einstaklingarnir í pörunum hafa gefið hvor öðrum þessar upplýsingar um sjálfa sig þá snúa börnin sér í átt til allra í hópnum og kynna félagann sinn. Þau gera það á þann hátt að ef ég er Tómas og félaginn minn heitir Pétur þá segi ég: ,,Ég heiti Pétur og ég er…, ég er…. ára gamall“ o.s.frv. Þannig setja þau sig í spor félaga síns og breyta á vissan hátt sjálfsmyndinni. Öll pörin kynna sig með sömu aðferð.  

Kennari þarf að hafa í huga:
Gott er að byrja með lítinn hóp. Tveir kennarar geta sýnt börnunum hvernig þau eiga að leika. Búið til léttar spurningar sem geta leiðbeint börnunum um hvað þau geti spurt um. Spurningar geta til dæmis verið á þessa leið „Hvað heitir þú?, Hvað ert þú gamall/gömul?, Hvað finnst þér gott að borða?“ o.s.frv.  

Heimild:
Óþekkt, lært á vinnustað

Að læra að vera

Að setja sig í spor annara 
bottom of page