top of page

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Að börnin læri samskipti við önnur börn/fólk.

  • Að börnin læri að þekkja einkenni fólks.

  • Að börnin efli sjálfstraust sitt.


Tenging við sjálfbærni:

  • Að efla þekkingu, skilning og væntumþykju á fólki.

  • Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

  • Að þjálfa hæfni til gagnrýnnar hugsunar og samskipta.
     

Áhöld:

Spjald með töflu. Smelltu á myndina til að sjá eyðublaðið stærra.

 

Lýsing á leik:

Þetta er keppnisleikur. Til að byrja með fá börnin spjald og blýant. Þau eiga að finna eins mörg börn í hópnum og þau geta eftir lýsingunni sem er á spjaldinu. Þegar þau finna einhvern sem passar við lýsinguna þá þarf hann/hún að „undirrita“ – yngri börn með strik, eldri – geta skrifa nafnið sín ef þau kunna eða stafina sína að lýsingin passi. Sama manneskjan getur skrifað undir á nokkrum stöðum svo framarlega sem að lýsingin passi. Börnin þurfa að safna öllum undirskriftunum. Vinnur það barn sem hefur safnað (fyllt út) undirskriftum í alla lýsingardálkana fyrir ákveðinn tíma, t.d. 15 mín.

 

Kennari þarf að hafa í huga:

Börnin eru með eitt spjald og blýant. Þið getið valið einkenni eftir þörf hópsins. Spjaldið sýnir börnunum hvaða lýsingum þau eiga að leita að. En það þarf að útskýra hverja mynd fyrir sig og hvað börnin eiga að leika.

 

Heimild:

Frumsamið af Vesselu

Að læra að vera

Finndu einhvern sem
bottom of page