
„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
Að börnin læri um starfsgreinar.
Tenging við sjálfbærni:
Að efla þekkingu, skilning og væntumþykju á fólki.
Að auka virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.
Að þjálfa gagnrýna hugsun og samskipti.
Áhöld:
Bækurnar „Tumi fer til læknis“, „Emma fer til tannlæknis“, „ Emma finnst gaman í leikskólanum“.
Lýsing á leik:
Börnunum er skipt í hópa. Hver hópur velur sér starfsgrein, þegar allir hafa valið þá eru þau tilbúin. Hóparnir þurfa að leika fyrir hina hópana þá starfsgrein sem þau hafa valið sér. Leikurinn getur þróast í þá áttina að hver hópur ákveði að leika deild úr leikskóla, til dæmis eldhús, að vera kennari eða leikskólastjóri. Eins getur leikurinn þróast í þá átt að börnin eigi að leika það hvernig kennarar vinna á elstu deildum og yngstu deildum í leikskóla.
Kennari þarf að hafa í huga:
Þetta getur verið inni- eða útileikur. Áður en leikurinn hefst er gott að kynna fjölbeytileika starfsgreina fyrir börnunum. Margar hugmyndir geta komið fram þegar kennari spyr börnin: Hvað gera foreldrar þínir? Gott er að lesa bækur þar sem mismunandi störf birtast eins og til dæmis „Tumi fer til læknis“, „Emma fer til tannlæknis“.
Heimild:
Frumsamið af Vesselu.
Að læra að vera
Hvað störfum við?



