top of page

Aldur:
3-5 ára.

Markmið:

  • Að börnin læri samskipti við önnur börn/fólk.

  • Að börnin læri að þekkja einkenni fólks.

  • Að börnin efli sjálfstraust sitt.


Tenging við sjálfbærni:

  • Að efla þekkingu, skilning og væntumþykju á fólki.

  • Að auka virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

  • Að þjálfa hæfni til samlíðunar með fólki, gagnrýna hugsun og samskipti.


Áhöld:
Ekki nauðsynleg.

Lýsing á leik :
Hópurinn situr í hring og fyrsta barnið segir nafnið sitt. Annað barnið segir nafn fyrsta barnsins og einnig sitt eigið. Þriðja barnið - nafn fyrsta, annars og sitt eigið. Það má svo þróa leikinn með því að bæta einhverju um mann sjálfan við, til dæmis uppáhalds ávexti, áhugamáli, o.s.frv. (t.d. „Ég heiti Anna og ég elska epli.“ „Hún heitir Anna og elskar epli. Ég heiti Tómas og mér finnst gaman að spila fótbolta,“ „Hún heitir Anna og hún elskar epli. Hann heitir Tómas og honum finnst gaman að spila fótbolta. Ég er ...

Kennari þarf að hafa í huga:
Hægt er að nota leikinn í samverustund, nöfn barnanna eru oft endurtekin sem auðveldar börnunum að læra nöfnin á hinum börnunum.

Heimild:

Óþekkt, lært á vinnustað.

Að læra að vera

Snjóbolti
bottom of page