top of page
„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Að læra að lifa í sátt og samlyndi við aðra
Læra að lifa saman (e. learning to live together) fjallar um að einstaklingur læri að búa í lýðræðislegu samfélagi og menningarlegu samfélagi. Að einstaklingur læri að bera virðingu fyrir öðrum og hvernig hann eigi að búa í friði og sátt á öllum stigum þjóðfélagsins. Til að lifa í sátt og samlyndi, verða mannleg samskipti að vera góð (UNESCO, 1996).
Markmið menntunar til sjálfbærni:
-
Að skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu sjálfbærni.
-
Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru, umhverfi og fólki.
-
Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúru og mannlífs.
-
Að temja sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði Jarðar, náttúru og fólks.
-
Að þjálfa hæfni til lýðræðis; samlíðan með fólki, gagnrýna hugsun og samskipti.
-
Að horfa til framtíðar, virða rétt komandi kynslóða til sæmandi lífs og heilbrigðis (Sigrún Helgadóttir, 2013).
bottom of page