top of page

Aldur:
3-5 ára.

Markmið:

  • Að börnin læri muninn á degi og nóttu.

  • Að börnin læri hvað fólk vinnur við á daginn og á nóttunni.


Tenging við sjálfbærni:   

  • Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru, umhverfi og fólki.

  • Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúru og mannlífs.

  • Að temja sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði fólks.


Áhöld:
Tveir pappadiskar, einn er hvítur - og táknar daginn og hinn er svartur –sem er nótt. Poki.

Lýsing á leik:
Börnin eru í samverustund og diskarnir eru geymdir í poka. Kennarinn kallar til sín eitt barn og biður það að draga einn disk sem er annað hvort svartur eða hvítur. Ef barnið dregur til dæmis hvítan disk þá þarf  það að leika eitthvað af því sem það gerir á daginn (lesa, kubba, borða, o.s.frv.). Það sama á við ef barnið hefur dregið svartan disk, þá sýnir það hvað það geri á nóttunni. Hópurinn þarf að giska á hvaða athöfn barnið er að leika.

Kennari þarf að hafa í huga:
Byrjið að ræða við börnin um hvenær við segjum að það sé dagur og hvenær nótt. Leyfið börnunum að segja frá því sem þau gera þegar það er dagur og þegar það er nótt.  Leyfið þeim líka að segja hvað foreldrar þeirra gera á þessum tímum.

Heimild:
Óþekkt, lært á vinnustað.

Að læra að vera

Dagur og nótt
bottom of page