top of page

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Að börnin læri samskipti við önnur börn/fólk.

  • Að börnin læri að þekkja einkenni fólks.

  • Að börnin efli sjálfstraust sitt.


Tenging við sjálfbærni:

  • Að efla þekkingu, skilning og væntumþykju á fólki.

  • Að auka virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

  • Að þjálfa hæfni til samlíðunar með fólki, gagnrýna hugsun og samskipti.
     

Áhöld:

Eitt spjald með nafn og mynd barnsins (dæmi hér).

 

Lýsing á leik:
Leikurinn byrjar með því að kennari kynnir fyrir börnunum leikinn og hvers er ætlast til af þeim. Með þátttöku barnann eiga þau að kynna sig með því að segja svör við spurningum eins og til dæmis:

 

  • Ég heiti ?

  • Ég er … gamall/gömul

  • Ég á … systkiniÉg á heima….

  • Mér finnst gaman að ….

  • Mér finnst gott að borða…. 

 

Eitt og eitt barn dregur spjald úr kassa þar sem spjöld með nöfnum/mynd hvers barns er ofaní. Það fer svo af stað til að finna það barn sem það dró. Þegar barnið (sem dró) hefur fundið barnið sem á spjaldið kynnir það sig fyrir því og öll hin börnin hlusta á kynningu þess á meðan. Síðan fer barnið sem fékk spjald af stað og finnur nýtt spjald og svona gengur leikurinn koll af kolli.

Kennari þarf að hafa í huga:
Búið til nafna/myndaspjöld fyrir hvert barn og þau sett í kassa. Leikurinn er mjög skemmtilegur og er mjög skemmtilegu fyrir stórann barnahóp. Kennari getur aðstoðað barnið með kynninguna með því að spyrja opinna spurninga og þannig fengið barnið til að svara.

 

  • Hvað heiti ég?

  • Hvað er ég gamall/gömul?

  • Á ég systkini?

  • Hvar á ég heima?

  • Hvað finnst mér gaman að gera?

  • Hvað finnst mér gott að borða?

 

Heimild:

Frumsamið af Vesselu.

 

Að læra að vera

Nafnspjald
bottom of page