top of page

Aldur:
3-5 ára.

Markmið:

  • Að börnin læri hvað er líkt og ólíkt meðal fólks/barna.


Tenging við sjálfbærni:   

Að auka virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins

 

Áhöld:

Ekki nauðsynleg.

Lýsing á leik:
Leikurinn felst í því að finna hvað við eigum sameiginlegt og hvað sé ólíkt innan hópsins. Börnin eru hvött til þess að segja hvað er einstakt við þau eða segja eitthvað sem þau eiga sameiginlegt við aðra í hópnum. Þau sitja í hring og fyrsta barnið segir t.d.: „Ég er elst(ur) af mínum systkinum.“ Ef eitthvert annað barn getur sagt „ég líka“ þá á það að setjast við hliðina á þeim einstaklingi. Sá sem var að setjast á þá að segja t.d.: ,,Ég á fjórar systur.“ Ef ekkert barn í hópnum á þetta sameiginlegt með viðkomandi þá þarf barnið að reyna aftur að segja einhverja aðra staðreynd þangað til að það finnur eitthvað sem annað barn á sameiginlegt með því.

 

Kennari þarf að hafa í huga:
Þetta getur verið inni- eða útileikur. Kennari getur aðstoða barnið sem spyr með því að koma með hugmyndir (Ég á litinn bróður. Ég er með eyrnalokk. o.s.frv.).

Heimild:
Byggt á Að finna hvað við eigum sameiginlegt (Arna Björk Árnadóttir & Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, 2006, bls. 10).

Að læra að vera

 

Að finna hvað við eigum sameiginlegt
bottom of page