„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
Að börnin læri um náttúruna í gegnum snertingu.
Tenging við sjálfbærni:
-
Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru og umhverfi.
-
Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúru.
Áhöld:
Ekki nauðsynleg.
Lýsing á leik:
Kennari eða stjórnandi kallar hluti úr umhverfinu – vatn, gras, blóm, laufblað, sandur, steinar o.s.frv. Börnin leita og snerta eins marga hluti og þau geta sem kallaðir hafa verið upp. Að þessu loknu setjast allir í hring og börnin ásamt kennara ræða um hvernig var að snerta hvert og eitt. Hver var til dæmis munurinn á vatninu og blóminu? Eða sandinum og steinunum?
Kennari þarf að hafa í huga:
Leikurinn er útileikur. Áður en farið er út, þarf kennarinn að skoða vel svæðið sem leikurinn fer fram á. Vita hvað er á svæðinu eins og til dæmis gras, steinar, tré o.s.frv. Hægt er að nota leikinn í hvert skipti sem kynna á nýtt efni sem tengist umhverfismenntun til dæmis: greining tegunda plantna.
Heimild:
Frumsamið af Vesselu.