top of page

Að læra að lifa í sátt og samlyndi við aðra

Aldur:
3-5 ára.

Markmið:

  • Að börn læri samvinnu.

  • Að börn æfi sig í að ímynda sér.

  • Að börn æfi sig í að bera ábyrgð,


Tenging við sjálfbærni:

  • Að þjálfa hæfni til samkenndar og umhyggju fyrir öðru fólki, gagnrýna hugsun og samskipti.

  • Að þjálfa hæfni til samskipta og virðingu fyrir öðrum.


Áhöld:
Dýnur eða teppi, bekkir, húllahringir og fleira sem býr til hindranir.

Lýsing á leik.
Börnunum er skipt í tvo hópa. Markmiðið er að öll börnin komist í gegnum hindranirnar. Þau eiga að hjálpa hvert öðru í gegnum hindranirnar og allir þurfa að hugsa sérstaklega vel um sjúklinginn (dúkkuna). Kennarinn bendir börnunum á að þau þurfi að vanda sig og gera réttar hreyfingar svo að þau missi ekki leiðtogann sem er slasað og til þess að þau komist í gegnum allar „hindranirnar“.

Kennari þarf að hafa í huga:  
Leikurinn fer fram í íþróttasal. Þegar búið er að raða áhöldunum upp í tveim mismunandi brautum og er gott að byrja að segja börnunum sögu og útskýra leikreglur. Leikurinn getur verið keppnisleikur ef börnunum er skipt í tvo hópa. Sjúklingurinn getur verið barn eða dúkka ef börnin eru ung.
Þið eruð uppi í fjöllunum, en því miður er leiðtogi ykkar slasaður. Þið þurfið ekki bara að finna leiðina til baka, heldur verðið þið einnig að bjarga honum. Þið verðið líka að flýta ykkur þar sem það er stormur á leiðinni.“

Heimild:
Óþekkt, lært á vinnustað.
 

Hindranir í fjöllunum
bottom of page