„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Að læra að lifa í sátt og samlyndi við aðra
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
-
Að þjálfa ímyndunarafl og tjáningu og læra að gefa og þiggja.
-
Að börnin læri um kurteisi og falleg boðskipti.
Tenging við sjálfbærni:
-
Að þjálfa hæfni til umhyggju fyrir öðru fólki, gagnrýna hugsun og samskipti.
-
Að þjálfa hæfni til mannlegra samskipta og virðingu fyrir öðrum.
Áhöld:
Ekki nauðsynleg.
Lýsing á leik:
Nemendur standa í hring. Einn byrjar og gefur þeim sem stendur næst ímyndaða gjöf og segir „Ég er með gjöf handa þér, gjörðu svo vel“ og byrjar að leika það sem er í pakkanum, til dæmis dúkku. Sá sem fær gjöfina tekur við henni og þakkar fyrir sig, opnar hana og tekur hana upp. Sá hinn sami þarf að giska á hvað var í pakkanum. Þá segir hann: „Vá dúkka! Takk fyrir“. Því næst leggur hann dúkkuna frá sér, sækir nýja gjöf og gefur næsta manni. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til allir hafa fengið gjöf.
Kennari þarf að hafa í huga:
Leikurinn fer fram í samverustund. Ræðið fyrst við börnin um falleg boðskipti svo sem „Gjörðu svo vel. - Takk fyrir“. Góð leið til að þjálfa börnin er til dæmis að leika sér þannig að þau séu í afmælisveislu.
Heimild:
Byggt á Að gefa gjöf (Leikjavefurinn, 2013).