„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Að læra að lifa í sátt og samlyndi við aðra
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
-
Að börnin öðlist þekkingu á að lesa tilfinningar annarra.
-
Að börnin öðlast þekkingu á að setja sig í spor annarra
Tenging við sjálfbærni:
-
Að efla skilning og væntumþykju á fólki.
Áhöld:
Slæða.
Lýsing á leik:
Börnin standa í hring. Eitt barn er í miðjunni og með slæðu á höfðinu yfir andlitinu. Barnið snýr sér varlega í hring og ákveður á meðan hvaða tilfinningalega svipbrigði það ætlar að sýna. Hin börnin þurfa líka að velja hvaða svipbrigði (brosandi, grátandi o.s.frv.) þau ætla að gera og vera tilbúin þegar barnið í miðjunni hættir að snúast. Ef barn sem er í hringnum er sýnir sama svipbrigðið (brosandi - brosandi) sem barnið í miðjunni er að gera, þá fer það barn í miðjuna og fær að gera eins og fyrsta barnið gerði og svona heldur leikurinn áfram. Leikurinn klárast þegar öll börnin eru búin að fara í miðjuna.
Fleiri en eitt barn getur lent í því að gera sama svipbrigði eins og barnið í miðjunni. Þá er gott að fylgjast með hver er búin að gera og að velja svipbrigði.
Kennari þarf að hafa í huga:
Þarf að hafa í huga í að börnin geta detta og meiða sig við að snúa sér og að sýna þeim börnum tillitsemi ef þau vilja ekki láta binda fyrir augun á sér.
Heimild:
Byggt á Ég er að..., ert þú líka (Gjurov, D. V., 2004, bls. 67).