top of page

Að læra að lifa í sátt og samlyndi við aðra

Aldur:  
3-5 ára

Markmið:

  • Börnin æfi grófhreyfingar (að kasta og grípa bolta).

  • Börnin læri að vera saman í hóp.

  • Börnin þjálfi jákvæða tjáningu


Tenging við sjálfbærni:

  • Að þjálfa hæfni til mannlegra samskipta og virðingu fyrir öðrum.


Áhöld:
Bolti með brosandi andlit.

Lýsing á leik:
Börnin eru í hring og stjórnandi (kennari eða barn) kastar boltanum til eins barnsins og segir eitthvað jákvætt um eða við barnið sem er kastað til, eins og til dæmis „Þú ert góður vinur.“ eða „Þú ert með fallegt hár.“. Boltinn fer til næsta barns og leiknum lýkur þegar öll börnin eru búin að kasta boltanum og segja sín orð. Hægt er að breyta röðinni frá vinstri til hægri og til baka til að gefa börnunum tækifæri til að kasta oftar.

Kennari þarf að hafa í huga:
Gott er að vera með lítinn hóp og að börnin fái nægan tíma eða aðstoð ef þau þurfa.
 

Heimild:
Frumsamið af Vesselu
 

Brosandi bolti
bottom of page