top of page

Að læra að lifa í sátt og samlyndi við aðra

Aldur:
3-5 ára.

Markmið:

  • Að börnin kynnist hljóðunum í nánasta umhverfi.

  • Að börnin læri að þekkja hljóð náttúrunnar.


Tenging við sjálfbærni:

  • Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru og umhverfi.

  • Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúrunnar.

 

Kennari þarf að hafa í huga:
Mikilvægt er að finna rólegan stað úti í skógi eða í dal. Börnin eiga að liggja og slaka á með lokuð augu. Þau eiga að einbeita sér að því að hlusta, án truflana.

Áhöld:
Ekki nauðsynleg.

Lýsing á leik:
Farið í vettvangsferð í skógi eða út í garð. Finnið rólegan stað þar sem börnin geta setið eða legið á bakinu. Í hvert skipti sem þau heyra hljóð eiga þau að lyfta hendinni og segja hvað þau  heyrðu. Þetta er dásamleg leið til að verða meðvitaðri um hljóð (og kyrrð) í náttúrunni. Leikurinn getur þróast á þá leið að börnin hlusta á dýrahljóð - eða hvaða hljóð sem er. Hægt er að leika leikinn á lóð leikskólans og þurfa þá börnin að finna í hvaða hljóði heyrist mest þegar þau eru á leikskólasvæðinu eins og til dæmis í sjúkrabíl, sendibíl, flugvél o.s.frv.

 

Heimild:

Byggt á Sounds and Colors (Children of the Earth, 1999-2016).

 

Hljóð náttúrunnar
bottom of page