top of page

Að læra til að öðlast færni

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Að börnin læri að þekkja „ónáttúrulega“ hluti í umhverfinu.

 

Tenging við sjálfbærni:

  • Að efla þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru, umhverfi og fólki.

 

Áhöld:

Band, myndir með plast vörum framan á, pappír, gler og mat, myndir með ruslatunnum (græna tunnan – fyrir pappír, brúna tunnan – fyrir lífrænan úrgangur og gráa tunnan – fyrir úrgang til urðunar (sjá hér)

 

Lýsing á leik:

Leikurinn hefst á því að einn leikmaður er „rusl“ og er auðkenndur á einhvern hátt til dæmis með bandi eða borða. Hans hlutverk er að reyna að ná öðrum og gera þá að rusli og eins og nafnið gefur til kynna snýst leikurinn um að endurvinna ruslið. Það er gert með því að sá sem var náð á að leggjast á bakið og bíða eftir því að fara í endurvinnslu. Það gerist með því að fjórir leikmenn sem leika „ruslabílinn“ koma og leiða ruslið í endurvinnslustöðina sem er afmarkaður reitur og það er alveg bannað að ná þeim á meðan þeir gera það. Eins er bannað að klukka þá sem halda í ruslið og bíða þess að fleiri komi til aðstoðar. Þegar öll börnin eru komin í sinn flokk og leikurinn búinn, þá er farið yfir hvaða „rusl“ er komið í hvaða tunnu.

 

Kennari þarf að hafa í huga:

Áður en leikurinn byrjar er gott að ræða og sýna börnunum flokkana sem flokkað er eftir. Eins og hvaða úrgangur fer í grænu tunnuna, bláu eða brúnu tunnuna. Þetta getur verið hjálplegt fyrir börnin seinna meir. Leikurinn fer fram í íþróttasal, úti á túni eða á auðu svæði. Það er hægt að merkja svæðin með myndum t.d. svæði með grænni tunnu, brúnni tunnu og grárri tunnu. Hægt er að merkja með mynd (til dæmis með pappír, plast poka, mjólkuferna o.s.frv.) hvert barn sem ætlar að leika „rusl“ til að vera sýnilegra fyrir „ruslabílinn“.

 

Heimild:

Byggt a Endurvinnsla (Arna Björk Árnadóttir & Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, 2006, bls. 27).

Endurvinnsla
bottom of page