„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Að læra til að öðlast færni
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
-
Að börnin þekki „ónáttúrlega“ hluti í umhverfinu.
Tenging við sjálfbærni:
-
Að efla þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru, umhverfi og fólki.
Áhöld:
Ljósmyndir sem sýna hvernig svæði líta út með rusli á til dæmis plastpokum.
Lýsing á leik:
Áður en kennarar fara út með börnin nota þeir samverustundirnar og ræða við börnin um hvað rusl er og hvaðan það kemur. Kennari sýnir myndir af rusli og ræðir um hvað sést á þeim. Börnin eru með poka meðferðis og eiga þau að finna þá hluti sem ekki passa inn í umhverfið og setja það í pokann. Börnin eiga að tína upp rusl eitt og eitt í einu og reyna að safna sem flestu rusli. Þegar börnin koma aftur í leikskólann á hvert barn að sýna hvað það er búið að safna miklu rusli. Þegar öll börnin eru búin að sýna ruslið sitt flokka þau ruslið og sjá þá hvað má fara í endurvinnslu. Eftir það henda þau ruslinu í réttar rusla- eða endurvinnslutunnur.
Kennari þarf að hafa í huga:
Farið er út að ganga eftir göngustíg eða á svæði þar sem rusl safnast gjarnan á og skoða það.
Heimild:
Byggt á Hvað á heima hvar? (Sigrún Helgadóttir & Olga Bergmann, 2002).