top of page

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Að barnið öðlist þekkingu á hvaða skótegundir eru til og hvenær hvaða tegund er notuð.

  • Að barnið læri muninn á hægri og vinstri fæti og hvaða skór (hægri og vinstri) fer á fót.

  • Að barnið öðlist þekkingu um fjölbreytileika náttúrunnar.

 

Tenging við sjálfbærni:

  • Að öðlast þekkingu til sjálfshjálpar.

  • Að temja sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði fólks.

 

Áhöld:

Þrír pokar (einn poki er með mynd af sól, annar er með mynd af rigningu og þriðji með mynd af snjó), snið af vinstri og hægri fæti, skór, kuldaskór, stígvél, sandalar o.s.frv. Skórnir eru í pokanum.

 

Lýsing á leik:

Það eru þrjár stöðvar, hver stöðin er með einn poka. Börnin fá mynd af veðurfari og þurfa börnin að finna þá skó sem passa við veðrið á myndinni (Skór –sól, stígvél – rigning, kuldaskór- snjór). Hægt er að nota leikinn í rólegri stund, sérstaklega með yngri börnum, þar fá þau tækifæri til að læra í hermileik, eins og til dæmis að herma eftir kennara að fara í hægri skó, að fara í vinstra stígvél.

Hægt er að þróa leikinn á þann hátt að börnin flokka skó eftir því hvort þeir eru af hægri eða vinstri fæti, eftir stærð, lit eða fjölbreyttari skótegundum, t.d. skíðaskó – skautum - ,,jólaskóm“, fótboltaskóm o.s.frv.. Börnin leika síðan út frá þeirri tegund af skóm sem þau eru með, eins og til dæmis – skíðaskór, þá þurfa þau að leika að þau séu á skíðum, fótboltaskór – þau leika að spila fótbolta.

 

Kennari þarf að hafa í huga:

Sýnið börnunum skó og útskýrið fyrir þeim af hverju við notum skó. Hvenær við eigum að fara í stígvél, kuldaskó og fl. Sýnið börnunum muninn á vinstri og hægri fæti (vinstri og hægri skórinn), notið snið af vinstri og hægri fæti, með því að setja það á tásurnar og mæla eða stígið á það.

               

Heimild:

Frumsamið af Vesselu

Að læra til að öðlast færni

Í hvaða skó fer ég ef úti er...?
bottom of page