top of page

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Byggja upp færni til að velja föt í samræmi við árstíðir.

  • Að skilgreina mismunandi gerðir af fatnaði (nærföt, yfirföt og útiföt).

  • Að börnin styrki sjálfstraust sitt eins og til dæmis að ganga ófeimin fyrir framan fólk.

 

Tenging við sjálfbærni:

  • Að temja sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði náttúru og fólks.

 

Áhöld:

Þrjú spjöld: eitt með sól, annað með rigningu og þriðja með snjó; föt og allskonar fatnaður, tónlist.

 

Lýsing á leik:

Börnin fá ákveðinn tíma og ýmiskonar föt sem þau þurfa að flokka eftir árstíðum (það eru stöðvar með myndum af rigningu, snjó og sól og laufblöðum á jörðinni). Eftir að börnin hafa flokkað fötin, byrja þau að klæða sig. Einn kennari klæðir sig líka í föt eins og börnin. Haldin er tískusýning eftir að öll börnin eru búin að klæða sig upp eftir árstíð. Hver hópur skilgreinir sig eftir árstíðum með skilti og sá sem er fremstur í röðinni í tískusýningunni heldur á því (t.d. vetur: snjógalli, sumar: jakki). Á meðan á tískusýningunni stendur er spiluð tónlist. Ef um eldri börn er að ræða þá getur eitt þeirra verið kynnir sem kynnir hverja árstíð fyrir sig og þau föt sem börnin eru að sýna. („Hér kynnum við rauða úlpu með hettu...“).

 

Kennari þarf að hafa í huga:

Gefið börnunum tíma til að flokka fötin eftir veðri. Leiðbeinið þeim hvernig þau eiga að klæða sig. Ef börnin eiga erfitt með það, þá þarf að aðstoða þau. Einn kennari aðstoðar hvern hóp, hann klæðir sig líka eftir veðri og leiðir hópinn þegar það er tískusýning. Ef börnin eru of ung til að kynna, þá kynnir kennarinn fyrir þau.

 

Heimild:

Frumsamið af Vesselu. 

Að læra til að öðlast færni

Árstíðatískusýning
bottom of page