top of page

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

 • Að börnin æfi sig í að slaka á

 • Að börnin æfi sig í að taka eftir hljóðum og myndum í  náttúrunni  eða umhverfinu.

 

Tenging við sjálfbærni: 

 • Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru, umhverfi og fólki.  

 • Börnin uppgötva umhverfið og tilfinningar fólks.

 

Áhöld:

Róleg tónlist.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lýsing á leik:

Kennari leiðir börnin í gegnum slökun og rifjar upp gönguferð sem þau eru nýkomin úr - börnin liggja með lokuð augun og hlusta á lýsingu kennarans. Hann getur af og til kallað eftir svörum þeirra:

 • Við fórum út úr leikskólanum.

 • Hvernig var veðrið?

 • Hvað var á bakvið girðinguna?

 • Hvernig var húsið á litinn?

 • Hvaða hljóð heyrðum við þegar við komum upp bröttu brekkuna?

 • Hvað sáum við þegar við fórum að bíða eftir græna ljósinu?

 • Hvenær fórum við yfir götuna?

 • Hvað heyrðum við uppi í loftinu?

 • Hver datt og fór að gráta o.s.frv.

 

Kennari þarf að hafa í huga:

Áður en þið farið í gönguferð, segið börnunum að þau þurfi að taka vel eftir hvað þau sjái og heyri. Farið í gönguferð, stoppið oft og biðjið börnin að lýsa því sem þau sjá og heyra. Þegar þið komið heim, farið þá á rólegan stað, biðjið börnin að liggja á gólfinu og byrjið að rifja upp gönguferðina.

 

Heimild:

Frumsamið af Vesselu.

Að læra til að öðlast þekkingu

Við fórum í gönguferð
bottom of page