top of page

Að læra til að öðlast þekkingu

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Að börnin öðlist þekkingu um dýrin og einkenni þeirra.

  • Að börnin læri að leika dýr.

 

Tenging við sjálfbærni:

  • Að auka þekkingu um fjölbreytileika náttúrunnar.

 

Áhöld:

Dýramyndir eða hægt er að nota bingó með dýramyndaspjöldum.

 

Lýsing á leik: Lýsing á leik:

Hvert barn fær mynd eða texta með dýri fest á bakið. Barnið á síðan að reyna að komast að því hvaða dýr það er með á bakinu. Það kemst að því með því að spyrja hin börnin spurninga sem hægt er að svara bara með „“ eða „nei“, til dæmis: „Hef ég fjaðrir?“, „Bý ég í vatni?", „Er ég með hala?“ o.s.frv.

Fyrir yngri börnin getur leikurinn falist  í því að barnahópurinn leikur dýrin sem eru á myndinni og barnið þarf að giska á hvaða dýr það er með á bakinu .

 

Kennari þarf að hafa í huga:

Gott er í upphafi að allir krakkar skrifi undir „Hópsamning“.  Hann mun hjálpa kennara að viðhalda æskilegu andrúmslofti fyrir leikinn og koma í veg fyrir óvænt vandamál. „Undirskrift“ barna (getur verið bara strik) mun stuðla að þátttöku þeirra ætlar  að vera í samræmi við settum leikreglum. Setjið samninginn á áberandi stað í salnum og endurtakið reglurnar reglulega.

 

Heimild:

Frumsamið af Vesselu. 

Hvaða dýr er ég?
bottom of page