top of page

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:  

  • Að börnin þjálfist í ýmisskonar hljóðum

  • Að börnin öðlist þekkingu um dýrin og hljóðin þeirra.

 

Tenging við sjálfbærni: 

  • Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúrunni.

 

Áhöld:

Taupoki og myndaspjöld með dýrum. Hægt er að nota bingó með dýramyndaspjöldum.

 

Lýsing á leik:

Í taupoka eru settar myndir af hlutum eða dýrum sem gefa frá sér ýmiskonar hljóð. Eitt barn í einu setur höndina ofan í pokann og dregur upp mynd og framkallar síðan það hljóð; sem það telur tilheyra myndinni.

 

Kennari þarf að hafa í huga:  

Gott er að vera í litlum hóp og á rólegum stað, t.d. í samverustund. Ef barnið á erfitt með að svara þá fær það aðstoð, mikilvægt er að pressa ekki á barnið að svara ef það vill það ekki og mætti líka spyrja hin börnin um hljóðið þegar einhver veit ekki. Jafnvel biðja um að þá rétti þau upp hönd.

 

Heimild:

Óþekkt, lært á vinnustað.

 

Að læra til að öðlast þekkingu

Hvað segir...?
bottom of page