„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Að læra til að öðlast þekkingu
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
-
Að börnin öðlast þekkingu í að lesa tilfinningar annarra.
-
Að börnin öðlast þekkingu í að setja sig í spor annarra
Tenging við sjálfbærni:
-
Að efla skilning og væntumþykju á fólki.
Áhöld:
Pappadiskar með „andlit“ sem lýsa tilfinningar:
-
Feiminn
-
Leiður
-
Reiður
-
Veikur
-
Glaður o.s.frv.
Smelltu á myndina til að sjá eyðublaðið stærra.
Lýsing á leik:
Leikurinn fer fram í sal eða úti. Það eru stöðvar með hverjum pappadisk með „andliti“. Leikurinn byrjar t.d. á því að stjórnandi leiksins sýnir pappadisk með andliti og segir hvaða tilfinningu er um að ræða. Börnin þurfa því næst að finna stöðina sem á þessa tilfinningu.
Leikurinn þróast svo á þann hátt að kennari leikur/sýnir tilfinningu með svipbrigðum og að börnin sýni svipbrigði sjálf og láti líkamann allan taka þátt í að sýna tilfinninguna. Jafnvel mætti nota hljóð eða orð með.
Kennari þarf að hafa í huga:
Til að byrja með er gott að tala við börnin um að við höfum öll tilfinningar og hvaða tilfinningar þau þekki. Nefnið tilfinningar eins og til dæmis gleði, sorg og reiði og hvenær við finnum fyrir þeim. Kennari sýnir börnunum pappadiska með svipbrigðum og eiga börnin að segja til um hvaða tilfinningu er verið að sýna.
Heimildi:
Frumsamið af Vesselu