top of page

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Að börnin læri hvaða afurðir dýrin gefa af sér

 

Tenging við sjálfbærni:

  • Að temja sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði náttúru og fólks.

  • Að horfa til framtíðar, virða rétt komandi kynslóða til mannsæmandi lífs og heilbrigðis.

 

Áhöld:

Spjald með húsdýrum (smeltu hér).

 

Lýsing á leik:

Til að byrja með er gott að tala við börnin um húsdýrin, hvað þau heita, hvað „litlu börnin“ þeirra heita og hvaða afurð þau gefa af sér. Myndir af afurðum sem dýrin gefa af sér eru settar í miðjuna á gjörð/hring sem er á gólfinu. Börnunum er síðan skipt niður í fjóra hópa. Hver hópur fær eina mynd af húsdýri og á eitt og eitt barn að fara í miðju hringsins/gjarðar og ná í eina mynd af afurð. En barnið á bara að ná í mynd af þeirri afurð sem dýrið sem þeim var úthlutað gefur af sér. Þetta er keppnisleikur og sá hópur sem safnar fyrstur öllum myndunum sem tilheyrir þeirra dýri sigrar. Ef börnin eru of ung til að keppa innbyrðis, þá er hægt að útfæra leikinn á þann hátt að hafa börnin í litlum hóp og spila dýra-bingó. Þá fær hvert barn eina húsdýramynd og þarf að safna afurðamyndum fyrir það húsdýr sem það hefur og fær aðstoð kennara.

 

Kennari þarf að hafa í huga:

Þetta getur verið inni- eða útileikur. Stjórnandi þarf fyrst að kynna leikreglurnar fyrir börnunum. Þegar leikurinn byrjar þarf að fylgjast með hvort börnin eru að fara eftir röð og taka eina og eina mynd í einu.

 

Heimild:

Frumsamið af Vesselu.

Að læra til að öðlast færni

Hvað gefa húsdýrin...?
bottom of page