„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Að læra til að öðlast þekkingu
Aldur:
3-5 ára.
Markmið :
-
Að börnin öðlist þekkingu um dýrin og einkenni þeirra.
-
Að börnin læri að leika dýr.
Tenging við sjálfbærni:
-
Að auka þekkingu um fjölbreytileika náttúrunnar.
Áhöld:
Miðar með alls konar dýramyndum og eins er hægt að nota bingó með myndaspjöldum af dýrum.
Lýsing á leik:
Kennari er með hóp barna þar sem hvert barn fær einn miða með dýramynd á. Kennari ákveður til dæmis að vera með myndir af fjórum dýrategundum ( hundar, fuglar, fiskar og kýr). Þegar öll börnin eru búin að fá dýramynd og búin að skoða hvaða dýr þau eru, þá byrja þau að gefa frá sér hljóð eða leika dýrið. Þau eiga að para sig saman út frá hljóðum/tjáningu. Í leiknum æfast börnin í að gefa frá sér dýrahljóð/tjáningu og túlka dýrin án þess að tala ásamt því að taka vel eftir tjáningu hinna. Þannig mynda þau dýrahópa eins og allir hundar saman, allir fiskar saman o.s.frv.
Kennari þarf að hafa í huga:
Þetta getur bæði verið inni- og útileikur. Hægt er að vera með litla og stóra hópa. Gott er að vera með gott pláss.
Heimild:
Óþekkt, lært á vinnustað.