top of page

Að læra til að öðlast þekkingu

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið :

  • Að börnin öðlist þekkingu um dýrin og umhverfið sem þau búa í.

  • Að börnin æfisig í að tengja dýr og umhverfi þeirra.

  • Að börnin læri að leika dýr.

 

Tenging við sjálfbærni: 

  • Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru,.  

  • Börnin uppgötvi umhverfið og dýralífið í því.

 

Áhöld:

Ekki nauðsynleg.

 

Lýsing á leik:

Leikmenn dreifa sér um salinn/svæðið. Eitt barn er stjórnandi og hin börnin standa í hring. Barnið (stjórnandi) byrjar að labba í hring og endurtaka orðin „vatn“, „jörð“, „loft“, „ vatn“ í handahófskenndri röð. Þetta þarf ekki að taka langan tíma, af því hópurinn getur misst þolinmæðina og barnið á síðan að stoppa fyrir framan eitt barn í hringnum. Barnið sem stjórnandi stoppaði hjá og segir á þá að nefna dýr eða hluti úr því umhverfinu sem stjórnandi nefndi síðast eins og til dæmis „loft- fugl“, eða „sjór- fiskar“ o.s.frv.). Það má ekki endurtaka dýr sem er búið að koma einu sinni.

Fyrir yngri börn getur kennarinn í byrjun hjálpað börnunum með að segja fyrst í hvaða „umhverfi“ (sjór, loft eða land) þau eru og hann getur sagt hvaða dýr eða hluti úr því umhverfi þau gætu  leikið. Seinna, þegar börnin hafa lært leikinn betur  geta þau gert það sjálf.  Ef stjórnandi stoppaði fyrir framan barn með orðið „loft“ – þá þarf barnið að segja til dæmis fugl, ef orðið er „jörð“- dýr eða hlutur sem er á jörðinni, til dæmis hundur.

 

Hvað þarf kennari að hafa í huga:

Byrjið að ræða við börnin um hvað tengist hverju:

loft - fuglar, flugur, býflugur, fiðrildi, o.s.frv.

sjór – fiskar, marglytta, kolkrabbar, o.s.frv.

land – kanína, kind, hundar, o.s.frv.

Þetta geta verið kveikjur fyrir þau og þegar leikurinn byrjar, þurfa þau að  vera tilbúin með hugmyndir.

 

Heimild:

Byggt á Sjór, loft og land  (Arna Björk Árnadóttir & Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, 2006, bls.100). 

Sjór, loft og land
bottom of page