„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Að læra til að öðlast þekkingu
Börnin ganga yfir brúna, bílarnir aka undir brúna
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
-
Að börnin læri að ganga í röð
-
Að börnin læri að leiðast hönd í hönd
-
Að börnin læri umferðarreglurnar
-
Að börnin læri hugtökin yfir-undir
Tenging við sjálfbærni:
-
Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á umhverfi og fólki.
Áhöld:
Lagið „Stóra brúin fer upp og niður“, höfundar lags og texta eru ókunnir. Lagið er úr barnaplötunni „100 íslensk barnalög“ með Svanhildur Jakobsdóttir, sem má finna á http://www.deezer.com/track/90126487
Myndir frá vettvangsferðinni eða ljósmyndir hér fyrir neðan. Vettvangsferð.
Stóra brúin fer upp og niður
Stóra brúin fer upp og niður,
upp og niður, upp og niður,
stóra brúin fer upp og niður,
allan daginn!
Bílarnir aka yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Bílarnir aka yfir brúna,
allan daginn!
Skipin sigla undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Skipin sigla undir brúna,
allan daginn!
Flugvélar fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Flugvélar fljúga yfir brúna,
allan daginn!
Fiskarnir synda undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Fiskarnir synda undir brúna,
allan daginn!
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
allan daginn!
Börnin ganga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Börnin ganga yfir brúna,
allan daginn! (Höfundar lags og texta eru ókunnir)
Lýsing á leik
Í samverustund syngja börnin með táknum fyrir brú, fiska, flugvél og fyrir öll þau fyrirbæri sem sungið er um í laginu. Mynd af brú er varpað á töfluna, eða sýnd ef hún er á pappír. Börnin fá mynd sem þau eiga að segja til um hvort myndefnið fari yfir eða undir brúna. Síðan eiga þau að leika það sem er á myndinni, til dæmis flugvél eða fisk, á leiðinni að töflunni.
Kennari þarf að hafa í huga:
Farið fyrst með börnunum í vettvangsferð. Þá væri best ef hægt er að ganga yfir brú. Takið ljósmyndir sem þið getið notað seinna í samverustund. Í vettvangsferðinni læra börnin að ganga í röð, tvö og tvö saman og leiðast hönd í hönd. Þetta er gott tækifæri til að kenna börnunum umferðarreglurnar. Þið getið sagt við þau: „Horfum – heyrum, er í lagi að ganga yfir götuna.” Eftir vettvangsferðina t.d. í samverustund eða hópastarfi byrjið þið á að sýna ljósmyndirnar sem þið eruð búin að taka. Ræðið við börnin það sem þau sjá á myndunum. Það er skemmtilegra fyrir börnin að skoða og lýsa myndum ef þau eru sjálf á þessum myndum.
Heimildi:
Frumsamið af Vesselu