„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
-
Að börnin skoði og rannsaki náttúruna.
Tenging við sjálfbærni:
-
Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru og umhverfi.
-
Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúru.
Áhöld:
Ljósmyndavél ef þarf.
Lýsing á leik:
Börnum er skipt í pör. Annað barnið leikur „myndavél“ og er með augun lokuð. Hitt barnið er „ljósmyndari“. Þegar barnið sem er „ljósmyndari“ er búið að velja sér útsýni, snýr það „myndavélinni“ í átt að útsýninu og klappar á öxlina á barninu sem leikur myndavél. ,,Ljósmyndarinn“ biður ,,myndavélina“ um að opna augun og þarf ,,myndavélin“ að muna eftir útsýninu sem það sér. Síðan skipta börnin um hlutverk. Þegar börnin eru búin, kynnir hvert barn fyrir sig ,,myndina“ sína, það er að segja, lýsir því sem það sá þegar það opnaði augun.
Kennari þarf að hafa í huga:
Í byrjun getur leikurinn verið erfiður fyrir börnin því getur verið gott fyrir þau að nota myndavél. Fyrst segja þau frá myndunum sem þau tóku og því næst sýna þau ljósmyndirnar sem þau tóku með myndavélinni.
Heimild:
Frumsamið af Vesselu.