„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
-
Að börnin æfi sig að spá í árstíðir
-
Að þjálfa börnin i að fylgjast með og taka eftir breytingu á náttúrunni
Tenging við sjálfbærni:
-
Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru og umhverfi.
-
Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúru.
-
Að horfa til framtíðar
Áhöld:
Ekki nauðsynleg.
Lýsing á leik:
Þegar börnin eru í samverustund spyrjið börnin nokkurra spurninga sem tengdar eru veðrinu, til dæmis:
-
Hvað gerist ef það verður mjög kalt í kvöld?
-
Hvað getum við gert ef okkur er kalt?
-
Hvað gerist ef það byrjar að snjóa?
-
Hvernig er snjórinn?
-
Hvað getum við gert úr snjóum?
-
Hvað getum við gert úti í snjóum? o.s.frv.
Börnin geta svarað og leikið með líkamanum sínum svörin sem þau hafa.
Kennari þarf að hafa í huga:
Þennan leik er hægt að nota á öllum árstíðum. Ræðið við börnin um til dæmis hvernig veðrið sé á veturna. Gefið börnunum sem dæmi viku til að fylgjast með veðrinu, farið í vettvangsferðir og ræðið við börnin um hvað þau sjá í ferðunum .
Heimild:
Frumsamið af Vesselu.