
„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
-
Að börnin auki orðaforða
-
Að auka umhverfis- og náttúruvitund barna
Tenging við sjálfbærni:
-
Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru og umhverfi.
Áhöld:
Spjöld með bókstöfum úr stafrófinu, sjá tengil á: http://www.123skoli.is/product/stafrofid-a-litlum-spjoldum-med-mynd-og-doppu og blýantur
Lýsing á leik:
Hvert barn velur sér, dregur eða er úthlutað staf úr stafrófinu. Börnin eiga að finna einn hlut í náttúrunni eða umhverfinu sem byrjar á viðkomandi staf og kennarinn skrifa á blaðið þeirra hvaða hlut þau fundu. Hægt er að skipta stórum hópum í lið. Þá notar hvert lið allt stafrófið og reynir að finna hluti fyrir hvern staf. Það lið sem hefur fleiri hluti fyrir hvern staf eftir ákveðinn tíma vinnur. Leikurinn getur þróast í það að þegar tíminn er liðinn til að finna hluti, koma allir hóparnir saman, hver hópur gerir myndastyttu eða leikur hlutina sem þau hafa fundið og hinir hóparnir giska á hvaða hlutur þetta er.
Kennari þarf að hafa í huga:
Þessi leikur er skemmtilegur með hópi barna. Best er að leika leikinn í stórum garði, fjöru, sveit eða skóglendi. Ef börnin hafa ekki getu til að skrifa er gott að hafa einn kennara með hvern hóp sem skrifar á blað það sem börnin segja.
Heimild:
Byggt á Stafróf náttúrunnar (Vala Smáradóttir, 2014).
Að læra til að öðlast færni
Stafróf náttúrunnar
