top of page

Að læra til að öðlast þekkingu

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Að börnin vandi sig í því að hlusta á þann sem stjórnar og fara eftir fyrirmæli.

  • Að börnin ímyndi sér þær aðstæður sem þau lenda í.

  • Að börnin geri hreyfingar með líkamanum.

  • Að börnin æfi einbeitingu sína.

  • Að börnin æfi framsögn og hljóð frá dýrum

  • Að börnin upplifi tilfinningar eins og smáótta við björninn og spennu í háa grasinu.

 

Tenging við sjálfbærni: 

  • Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru.  

  • Börnin auka  þekkingu sína á hættum og uppgötva umhverfið og það sem þar kann að vera – fjall, sól og skógarbjörn.

 

Áhöld:

Ekki nauðsynleg.

 

Lýsing á leik:

Stjórnandinn syngur eina setningu og börnin endurtaka eftir honum og á sama tíma eru þau að gera hreyfingar til að „teikna“ það sem þau eru að segja.

 

Byrjar á að klappa á læri:

Við erum að fara í veiðiferð (Börnin endurtaka)
Við ætlum að veiða skógabörn,
Sólin skín (teikna sólina með höndunum),

fuglarnir syngja (gera fugl með höndunum)
Og flugurnar suða (herma eftir flugum með höndunum og með munnunum Z-Z-Z-Z).

Ó NEI (grípa fyrir andlitið)
HVAÐ ER ÞETTA?
 

Þarna er risastórt tré  
Við komumst ekki undir það
Við komumst fram hjá því
Við verðum að klifra yfir það (klifra með höndunum og gera hljóð með)

Byrja aftur að klappa á læri
Við erum að fara í veiðiferð.......

Ó NEI......HVAÐ ER ÞETTA?

Þarna er hátt og mikið gras
Við komumst ekki undir það
Við komumst ekki fram hjá því
Við verðum að fara í gegnum það (nudda saman lófunum)
Og við verðum að fara hljóðlega 
Til að vekja ekki dýrin

Byrja aftur að klappa á læri
Við erum að fara í veiðiferð.........   

Ó NEI...........HVAÐ ER ÞETTA?

Þarna er stór og djúp á
Við komumst ekki undir hana
Við komumst ekki framhjá henni
Við verðum að synda yfir hana (gera sundtök)

Ó NEI ..........HVAÐ ER ÞETTA?

Byrjað að klappa á læri
Við erum að fara í veiðiferð.......

Ó NEI.......HVAÐ ER ÞETTA?

Þarna er stór og dimmur hellir
Og við ætlum inn í hellinn
EN HVAÐ ER ÞETTA?
ÞAÐ ER MJÚKT MEÐ RISASTÓRAR TENNUR

Ó NEI ÞETTA ER BJÖRNINN, HLAUPUM..........

Hlaupum til baka og gerum allt aftur
Sundtök
Klappa saman lófunum
Nudda saman lófunum
Klifra með höndunum  

Hjúkket!, við komumst í öruggt skjól.

 

Kennari þarf að hafa í huga:

Hentugur leikur fyrir stóra hópa í samverustund. En gott er að vera með lítinn hóp, sérstaklega ef börnin eru ung. Nauðsynlegt er að syngja lagið hægt til að börnin nái að læra táknin. Einnig til að fá skemmtilega stund á meðan þau gera hljóðin. Leikurinn er góð kveikja til þess að ræða við börnin um hætturnar sem leynast í þeirra umhverfi.

 

Heimild:

Lært á vinnustað og byggt á Veiðaferðin (Dagmar Lilja Marteinsdóttirm, 2011).

Að veiða skógarbjörn
bottom of page