top of page

Að læra að lifa í sátt og samlyndi við aðra

Við erum ekki eins

Aldur:

3-5 ára.

 

Markmið:

  • Að barnið læri að við erum ekki öll eins.

  • Að barnið læri að þekkja mismunandi spor (mannaspor og dýraspor)

  • Að barnið læri að þekkja hugtakið vinstri/hægri.
     

Tenging við sjálfbærni: 

  • Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúru og mannlífs.

 

Áhöld: Lagið „Það hafa allir eitthvað til að ganga á“ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Lagið er á barnaplötunni „Eniga meniga“ með Olgu Guðrúnu. https://www.tonlist.is/#album/1889

Myndir af dýrum sem er sungið um í laginu og sporið þeirra. Spor (berfætt) barnanna og kennara sem eru á deildinni. Gott er að merkja hvaða barn eða kennari á hvaða spor eða setja ljósmynd af þeim. (smelltu á myndinar hér fyrir neðan til að sjá þær stærra).

 

Allir hafa eitthvað til að ganga á

 

Allir hafa eitthvað til að ganga á.

Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.       

Fíllinn hefur feitar tær,

ljónið hefur loppur tvær,

músin hefur margar smáar,

en ormurinn hefur ansi fáar.

 

Allir hafa eitthvað til að ganga á.

Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Fiskurinn hefur fína ugga,

flóðhesturinn engan skugga

krókódíllinn kjaftinn ljóta,

sá er nú klár að láta sig fljóta.

 

Allir hafa eitthvað til að ganga á.

Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Á vængjunum fljúga fuglarnir,

á fótunum ganga trúðarnir,

á hnúum hendast aparnir,

á rassinum leppalúðarnir.

 

Allir hafa eitthvað til að ganga á.

Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

 

Kennari þarf að hafa í huga:  
Reynið að finna myndir af dýrunum sem eru í laginu og sporin þeirra. Prentið myndirnar og sýnið börnunum þær. Eftir að þið eruð búin að kynna dýrin byrjið þá að syngja með börnunum lagið „Allir hafa eitthvað til að ganga á“. Á meðan að söngurinn er sunginn, sýnið börnunum myndirnar.  Límið með bókaplasti myndirnar af dýrunum og sporin þeirra á gólfið, gerið það líka með spor barnanna og kennara sem eru á deildinni.

Lýsing á leik:
Börnin syngja fyrst lagið, eftir það byrjar leikurinn. Kennarinn sýnir mynd af dýri og börnin eiga að finna mynd af því dýri sem er límt á gólfið og sporið sem það á. Það er hægt að framkvæma leikinn á þann hátt að fyrst er sýnd mynd af sporinu og síðan eiga börnin að finna dýramyndina sem á sporið. Börnin fá tækifæri allan daginn að skoða sporin, skoða dýrin og finna sín spor.
Leikurinn getur þróast á þann hátt að börnin geta til dæmis prófað að ganga eða hreyfa sig eins og eitt og eitt dýr eða jafnvel einnig eins og kennararnir.
 

Heimildi:

Byggt á Allir hafa eitthvað til að ganga á (Börn og tónlist, á.á.).

bottom of page